Rokkland

Advertise on podcast: Rokkland

Rating
4.5
from
4 reviews
Categories
This podcast has
151 episodes
Language
Publisher
Explicit
No
Date created
2016/03/15
Average duration
-
Release period
8 days

Description

Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og í haust er 21 ár liðið síðan hann fór fyrst í loftið.

Podcast episodes

Check latest episodes from Rokkland podcast


Plötur sem gefnar voru út fyrir 50 árum, fyrri hluti
2022/06/26
Heiða Eiríksdóttir fer yfir plötur sem eiga 50 ára afmæli í ár. Af nógu er að taka, rokk og rólegheit, þjóðlög og þungarokk. Þetta er fyrri hluti, en síðari hluti er á dagskrá viku síðar, þann 3. júlí 2022. Umsjón: Heiða Eiríksdóttir.
more
Prins Póló allan hringinn
2022/06/19
Við viljum trúa því að flestir landsmenn kannist við fjöllistamanninn Prins Póló sem hefur skemmt okkur íslendingum um árabil, og skapara hans og besta vin; Svavar Pétur AldísarogEysteinsson Häsler. Hann opnaði nýverið myndlistar og ljósmyndasýningu í Gerðabergi í Brieðholti. Hann er að vinna að músík þessa dagana með einni af uppáhalds hljómsveitunum sínum; Moses Hightower, og hann er með tónleika með Moses í Gamla bíó föstudagskvöldið 22. Júlí. Svo er hann með ólæknandi Krabbamein, en hann er ekki krabbamein segir hann, heldur fyrst og fremst lifandi tónlistarmaður með mörg járn í eldinum. Svavar Pétur; Prins Póló, er gestur Rokklands í dag og við ætlum að ræða allt og ekkert; Bootlegs, SH. Draum, Breiðholtið, áfengi, Bulsur, búskap, hetjur og fyrirmyndir, Sterolab, Rúnk, Jón Kr. Ólafsson, Skakkamanage, krabbamein, Mannakorn, Músíktilraunir, ævintýri, dimma dali, Kidda kanínu, grámyglu, Þjóðhátíð, kaffi og margt fleira.
more
Bjartmar í 70 ár
2022/06/12
Bjartmar Guðlaugsson verður sjötugur á morgun og af því tilefni heldur hann afmælistónleika núna næsta laugardagskvöld, 18. Júní, með hljómsveitinni sinni Bergrisunum sem er mikið rokkband. Bjartmar fæddist 13. júní 1952 á Fáskrúðsfirði en þegar hann var 7 ára flutti fjölskyldan til Vestmannaeyja og bjó hann þar til tvítugs en þá flutti hann til Reykjavíkur. Bjartmar hóf feril sinn sem laga- og textahöfundur árið 1977, ætlaði alltaf að verða myndlistarmaður en svo bara gerðist eitt og annað og tónlistin tók yfir, og Bjartmar er miklu þekktari sem tónlistarmaður en myndlistarmaður. Bjartmar er gestur Rokklands í dag.
more
Bo og Krummi - kántrí
2022/06/05
Gestir Rokklands í dag eru feðgarnir Björgvin Halldórsson og Krummi Bjorgvinsson sem hafa á síðustu árum næstum runnið saman í eitt í músíkinni. Báðir byrjuðu þeir í rokkinu en kántrímúsík og kántrírokk er staðurinn sem þeir mætast á. Þeir er báðir Hafnfirðingar og í Hafnarfirði fer fram dagana 9.-11. júní, tónlistarhátíðin Kántrí-hjarta Hafnarfjarðar og þar verður spilum kántrímúsík í 3 daga ? 3 kvöld. Þar spila hljómsveit Axels Ó og Stefanía Svavars. Milo Deering sem er mikil session hetja á heimavelli kántrítónlistarinnar í Nashville, og Sarah Hobbs sem er margverðlaunuð kántrísöngkona frá Jefferson í Texas, og svo íslenska kántríhljómsveitin Klaufar. Við ræðum um kántrímúsík út og suður og spilum lög með Krumma og Bo Halldorson, Brimkló, Eagles, The Band, Little Feat ofl.
more
Rufus Wainwright og John Grant
2022/05/29
Í síðasta þætti heyrðum við brot úr viðtali við Rufus Wainwright sem heldur tónleika í Háskólabíói í kvöld! John Grant er sérstakur gestur og opnar tónleikana, en Rufus Wainwright er gestur Rokklands í dag. Tónleikarnir hér eru liður í sérstakri Rufus Wainwright hátíð sem hefur staðið yfir undanfarna daga. Það er hópur af aðdáendum Rufusar staddur á landinu og þeir hafa verið að bralla eitt og annað.
more
ABBA - Benny Anderson á línunni
2022/05/22
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að hljómsveitin ABBA, ein stærsta og vinsælasta hljómsveit sögunnar sendi frá sér plötu í fyrra, plötuna Voyage sem er fyrsta plötuna í heil 40 ár. Hún fór alla leið á toppinn á vinsældalistum víða um heim og fékk líka ágæta dóma. Núna um næstu hlegi verður svo ABBA Arena, nýja Abba-tónleikahöllin í London opnuð með viðhöfn, og ABBA tónleika sjóið hefur göngu sína þar. Af þessu tilefni bauðst Rokklandi stutt viðtal við Benny Anderson úr ABBA núna í Eurovision vikunni. Við ræddum um Eurovision, ABBA höllina, sjóið, hljómsveitina, þjóðlagatónlist, hvers vegna höllin væri ekki í Stokkhólmi, nýju plötuna og ýmislegt fleira. En við heyrum líka brot úr viðtali frá september í fyrra við Svönu Gísladóttur (Svana Gisla) frá Akranesi sem er búin að vera að vinna náið með þeim Björn, Benny, Agnetu og Önnu Frid að þessu risastóra Abba verkefni í bráðum 5 ár. Hún er einskonar framkvæmdastjóri verkefnisins. Við heyrum líka brot úr viðtali Rokklands við Rufus Wainwright sem heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu sunnudaginn eftir viku, en viðtalið verður í heild sinni næsta sunnudag.
more
Ólafur Arnalds
2022/05/15
Gestur Rokklands í dag er Ólafur Arnalds sem er orðinn stórt nafn í hinum alþjóðlega tónlistarheimi. Hann hefur unnið til fjölda veðlauna víða um heim og núna í ár var hann tilnefndur til Grammy verðlauna fyrir tvö lög af nýjustu plötunni seinni, Some kind of peace, og hann er að fara núna loksins að fylgja henni eftir með tónleikaferðalagi um allan heiminn. Ólafur hefur tónleikaferðalag sitt um heiminn með tónleikum í Háskólabíói, 23. maí næstkomandi. Það eru þrjú ár síðan Ólafur kom síðast fram á tónleikum á Íslandi en tónleikarnir í Háskólabíó marka upphafið af langri tónleikaröð og eru þeir fyrstu af um 50 í mörgum af helstu tónleikahöllum heims, í Norður Ameríku og Evrópu, s.s. Walt Disney Concert Hall í Los Angeles, Hammersmith Apollo í London og Tempodrom í Berlín.
more
Valur Gunnarsson og Úkraína
2022/05/08
Úkraína og tónlist frá Úkraínu er í brennidepli í Rokklandi dagsins. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, varð á föstudaginn fyrsti erlendi þjóðhöfðinginn til að ávarpa Alþingi Íslendinga. Hann sagði baráttu Úkraínu gegn innrás Rússa snúast um frelsið: ?Þetta land sem við eigum með réttu, og um menningu okkar.? Íslendingar og Úkraínumenn byggju við endimörk Evrópu og við ólík skilyrði ?en hjörtum okkar svipar saman, bæði í Kænugarði og í Reykjavík. Það er hægt að sjá og heyra ávarp Zelenskys á ruv.is Valur Gunnarsson rithöfundur og sagnfræðingur er gestur Rokklands í dag. Hann hefur dvalið talsvert í bæði Rússlandi og Úkraínu og ein mest lesna bókin á Íslandi í dag er bókin hans Bjarmalönd sem er í senn upplýsandi, stórfróðleg og bráðskemmtileg svipmynd af þessum heimshluta sem fjallað er um í næstum hverjum fréttatíma um þessar mundir. EBU sendi á dögunum lista með 60 lögum sem Úkraínska Þjóðin valdi að tilstuðlan forsetafrúar Úkraínu, Olenu Zelensku, og sendi til útvarpsstöðva um allan heim í þeirri voru að þær myndu spila eitthvað af þeim ? og það er það sem við ætlum að gera í dag, ég og Valur Gunnarsson og ræða í leiðinni um þetta hræðilega stríð í Úkraínu.
more
Meira Gus Gus og Andrea Bocelli
2022/05/01
Magnús R. Einarsson fyrrum tónlistarstjóri Rásar 2 er gestaumsjónarmaður í Rokklandi í dag. Hann er með umfjöllun um ítalska stórsöngvarann Andrea Bocelli sem heldur tónleika í Kórnum í Kópavogi laugardaginn 21. maí nk. Bocelli þykir vera með eina fallegustu rödd heims og hefur selt yfir 90 milljónir platna á heimsvísu. Celine Dion hefur sagt að ef guð hefði söngrödd, þá myndi hún hljóma eins og röddin hans Bocelli. Magnús náði í Bocelli í síma á dögunum og við heyrum Magnús tala um og við söngvarann. Lykke Li, Florence + The Machine, Sting, Ry Cooder, Elvis og fleiri koma líka við sögu. Og Gus Gus. Biggi Veira ? Birgir Þórarinsson sem er sá eini sem hefur verið í Gus Gus allan tímann, allt frá byrjun árið 1995 til dagins í dag var gestur þáttarins síðasta þáttar. Við ræddum um allt og ekkert og allt mögulegt, en við vorum ekki alveg búnir þegar tími var úti og þess vegna er smá framhald í dag.
more
Gus Gus í 27 ár
2022/04/24
Hljómsveitin - fyrirbærið - fjöllista-hópurinn - Gus Gus fagnaði 25 ára afmæli með fernum tónleikum í Hörpu um daginn og það var algjör snilld sögðu þeir sem upplifðu það. Reyndar er Gus Gus 27 ára en það dróst á langinn að halda upp á afmælið sem var 2020 - Gus Gus varð til 1995 og er jafngömul Rokklandi. Gus Gus hlaut á dögunum Íslensku tónlistarverðlaunin í fyrsta skipti - fyrir Popp plötu ársins. Það var kominn tími til, platan er frábær ? kannski besta plata Gus Gus. Gestur Rokklands í dag er Biggi Veira ? Birgir Þórarinsson sem er sá eini sem hefur verið í Gus Gus frá byrjun. Margir hafa komið og farið og svo komið aftur, og það voru margir sem komu aftur á afmælistónleikunum enda allt í mesta bróðerni - svona yfirleitt. Ég ætla að spyrja um allskonar í dag og Biggi ætlar að segja frá. Stay the ride -
more
Vintage Caravan, Trúbrot og Lifun + Úkraína
2022/04/10
Í Rokklandi í dag ætla ég t.d. að skjótast áleiðis til Úkraínu með Julian Lennon, U2 og Pink Floyd, en Pink Floyd sendi frá sér fyrsta nýja lagið í 28 ár í vikunni, lag til styrktar baráttunni gegn Rússnesku innrásinni í Úkraínu. Og Bono og Edge úr U2 tóku líka upp lag í vikunni fyrir Úkraínu, og Julian Lennon. Við skoðum það og heyrum í dag. Við heyrum í Adda í Sólstöfum, en hann og Ragnar Sólberg voru að senda frá sér lag saman undir nafninu Isafjord og það er plata á leiðinni. Við heyrum lagið sem heitir Njálssaga sem er undir áhrifum frá Neil Young. En við byrjum á gærkvöldinu sem ég og mamma mín og c.a. 1400 aðrir vörðum í Eldborg í Hörpu á 50 ára afmælishátíð Lifunar með Trúbroti. Á sviðinu voru Gunnar Thordarson og Magnús Jón Kjartansson úr Trúbroti, og Shady Owens. Með þeim voru svo Jón Ólafsson á Hammond, Pétur Grétarsson á slagverk, Matthías Stefánsson á gítar, fiðlu, mandolín ofl og Áshildur Haraldsdóttir flautuleikari sem var frábær viðbót, og svo strákarnir, ungu mennirnir, kjarninn í bandinu. Rokksveitin The Vintage Caravan. Stefanía Svavarsdóttir og Stefán Jakobsson sungu megnið af prógramminu, sem var Lifun í heild sinni eftir hlé, og hin og þessi Trúbrotslög í fyrri hlutanum. Shady söng líka helling, flaug sérstaklega frá Englandi þar sem hún býr til að taka þátt í þessu. Og hún var alveg æðisleg, algjör stjarna! Hún var reyndar búin að vera lasin í vikunni, fékk flensu eftir fyrstu æfingu og það leit út fyrir að hún yrði lítð sem ekkert með, en sem betur fer var hún með, hún var æðisleg. Það geislaði af henni og hún söng af miklu öryggi og það var hrikalega gaman að sjá hana og heyra og þær saman, hana og Stefaníu Svavarsdóttur sem var líka frábær og glæsileg eins og Stebbi Jak sem bar hitann og þungann af söngnum ásamt Stefaníu. Og þetta var í einu orði sagt algjörlega frábært, það var svo gaman að sjá og heyra Vintage Caravan keyra þetta áfram með öllu sínu stuði, einlægri spilagleði og fagmennsku. Ég hef nokkrum sinnum heyrt Lifun og auðvitað aðra Trúbrotsmúsík flutta á sviði, en aldrei svona. Þessir strákar eru með þessa músík í blóðinu, kunna þetta út og inn, afturábak og áfram og ég var eiginlega hlæjandi allan tímann, þetta var algjörlega æðislegt. Allt um þetta og fleira - t.d. smá Rokk í Reykjavík í Rokklandi í dag.
more
Músíktilraunir í 40 ár
2022/04/03
Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í gær í Norðurljósum í Hörpu og það var ung kona sem notar listamannsnafnið KUSK (Kolbrún Óskarsdóttir) sem kom, sá og sigraði ? og það er í fyrsta sinn sem einstaklingur sigrar í þesari gömlu og rótgrónu ?hljómsveita?keppni sem fagnar 40 ára afmæli í ár. Við heyrum í seinni hluta Rokklands í dag í KUSK, og líka hljómsveitunum sem lentu í 2. og 3. sæti ? rapparanum Gunna Karls og hljómsveitinni Sameheads, og líka hljómsveit fólksins ? Bí Bí og Joð sem var valin í símakosningu í gær. En í fyrri hlutanum ætlum við að skauta yfir sögu Músíktilrauna, ég og Arnar Eggert Thoroddsen og Árni Matthíasson sem hafa verið í dómnefnd Músíktilrauna lengur en allir aðrir ? og Árni hefur t.d. verið formaður dómnefndar svo lengi að það man enginn lifandi maður hversu lengi. Dúkkulísurnar koma við sögu, og Vök, Of Monsters And Men, Botnleðja, Kolrassa Krókríðandi, XXX Rottweilerhundar og fleiri Músíktilraunabönd. Lengi lifi Músíktilraunir!
more

Podcast reviews

Read Rokkland podcast reviews


4.5 out of 5
4 reviews

Podcast sponsorship advertising

Start advertising on Rokkland & sponsor relevant audience podcasts


What do you want to promote?

Ad Format

Campaign Budget

Business Details