Spegillinn

Advertise on podcast: Spegillinn

Rating
4.8
from
5 reviews
Categories
This podcast has
155 episodes
Language
Publisher
Explicit
No
Date created
2017/05/02
Average duration
-
Release period
2 days

Description

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Podcast episodes

Check latest episodes from Spegillinn podcast


Spegillinn 24. júní
2022/06/24
Forseti Bandaríkjanna segir öfgafulla hugmyndafræði hafa ráðið för þegar hæstiréttur landsins felldi úr gildi fimmtíu ára gamlan úrskurð sem tryggði réttinn til þungunarrofs. Einn dómara við réttinn vill endurskoða réttinn til samkynja hjónabanda. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman. Loftlagsráð telur framkvæmd aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum ómarkvissa. Umhverfisráðherra tekur undir með ráðinu um að gera þurfi betur. Sveinn Ólafur Melsted talaði við Guðlaug Þór Þórðarson. Starfandi borgarstjóri segir að borgarstjórn muni fylgja ráðleggingum innviðaráðuneytisins varðandi nýja byggð í Skerjafirði. ráðuneytið segir byggðina ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar og krefst frestunar framkvæmda. Ólöf Rún Erlendsdóttir talaði við Einar Þorsteinsson. Fornleifafræðingur segir spennandi vikur framundan á Seyðisfirði. Heillegir húsveggir frá 11. öld hafa fundist í uppgreftri þar. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman og talaði við Ragnheiði Traustadóttur. ------------------------------------------------------ Lengri umfjöllun: Sagt var frá því í Speglinum í gær að apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð hafi um árabil deilt persónulegum upplýsingum um viðskiptavini með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólksins. Getum við átt von á sambærilegum málum hér á landi? Elfur Logadóttir lögfræðingur, sem sérhæfir sig í tæknirétti, segir aðstæður bjóða upp á það. Neytendur hér á landi njóti ekki sömu verndar og í Evrópusambandinu, þegar að kemur að öflun persónuupplýsinga á netinu. Hafdís Helga Helgadóttir tók saman. Úkraínski herinn hefur fengið fyrirmæli um að hörfa frá borginni Sjevjerodonetsk í Donbass þar sem mjög harðir bardagar hafa geysað undanfarna daga. Borgin er í rúst og mannfall meðal almennra borgara og báðum herjum mikið. Rætt hefur verið um að fall Sjevjerodonetsk geti valdið straumhvörfum í innrásarstríði Rússa í Úkraínu. Spegillinn fékk Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og sérfræðing í öryggismálum til að leggja mat á stöðuna í Úkraínu. Kristján Sigurjónsson tók saman. Ríkisstjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í kosningunum í haust og það hefur ekki gerst í 30 ár á Íslandi. Leiða má að því líkur að þar hafi pestin skipt miklu en í mælingum nú í vor hefur fylgið dvínað og stjórnin kannski ekki lengur í skjóli faraldursins að dómi Agnars Freys Helgasonar dósents við Háskóla Íslands. Hann er einn höfunda greinar í tímariti um stjórnmál og stjórnsýslu þar sem rýnt er í alþingiskosningarnar síðastliðið haust með gögnum úr Íslensku kosningarannsókninni. Í næstum fjörutíu ár, frá 1983 hefur
more
Spegillinn 23. júní
2022/06/23
Maður sem varð fyrir skotárás í Hafnarfirði í gær, með sex ára syni sínum, fann hvernig glerbrotum rigndi skyndilega yfir hann. Þegar hann steig út úr bíl sínum sá hann byssumann á svölum fjölbýlishúss. Einn samningamanna lögreglu segir útkallið í gær hafa verið tvísýnt. Útköllum samningahóps ríkislögreglustjóra hefur fjölgað undanfarin tvö ár. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við Einar Sigurjónsson. Nýtt covid lyf getur fækkað sjúkrahúsinnlögnum um 85 prósent. Stefnt er á að lyfið verið aðgengilegt hér á landi í haust. Yfirlæknir á Landspítala segir að lyfið muni skipta sköpum í baráttunni gegn kórónuveirunni. Urður Örlygsdóttir talaði við Magnús Gottfreðsson. Alvotech varð í dag fyrsta fyrirtækið sem skráð er á markað samtímis á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sveinn Ólafur Melsted ræddi við Róbert Wessman. ----------------------------- Lengri umfjöllun: Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að karlmaður á sjötugsaldri sem var handtekinn vegna skotárásarinnar í Hafnarfirði í gær skuli vistaður á viðeigandi stofnun í mánuð. Samningamenn ræddu við manninn í á fimmtu klukkustund í gær um að gefa sig sjálfviljugur fram. Góðri samvinnu má þakka að ekki fór verr segir Einar Sigurjónsson, lögreglufulltrúi og samningamaður hjá ríkislögreglustjóra. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir talaði við hann. Apótek og heilbrigðisfyrirtæki í Svíþjóð deildu mjög persónulegum upplýsingum um viðskiptavini sína með Facebook, án samþykkis eða vitneskju fólks. Upplýsingarnar voru nýttar í markaðsskyni en forsvarsmenn fyrirtækjanna segjast ekki hafa gert sér grein fyrir hvað þeir voru að gera. Kári Gylfason sagði frá. Agnarlítil blóðsuga hefur á örfáum árum náð að setja mark sitt á líf fjölmargra Íslendinga yfir sumarmánuðina. Hlýnandi loftslag virðist hafa hjálpað til við að lokka lúsmýið, frægasta skordýr landsins, hingað á svo stuttum tíma. Við ræðum við Gísla Má Gíslason, prófessor emeritus í líffræði við háskóla íslands og Moniku Hjálmtýsdóttur varaformann Félags fasteignasala.
more
Spegillinn 22. júní 2022
2022/06/22
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Feðgar sluppu ómeiddir þegar skotið var á bíl sem þeir voru í við leikskóla í Hafnarfirði í morgun. Karlmaður á sjötugsaldri var handtekinn grunaður um að hafa skotið þar á tvo bíla. Ásta Hlín Magnúsdóttir tók saman, rætt við íbúa; Berglindi Bjarneyju Ásgeirsdóttur og Sigurlaugu Jakobínu Vilhjálmsdóttur. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra furðar sig á að aðeins þrjár umsóknir hafi borist um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Hún vonar að fleiri umsóknir berist um stöðuna nú þegar auglýst er að nýju. Urður Örlygsdóttir ræddi við Katrínu. Hátt í nítján hundrað flóttamenn hafa komið til landsins það sem af er ári og hafa aldrei verið fleiri. Nærri tveir þriðju þeirra eru frá Úkraínu. Rebekka Líf Ingadóttir tók saman og talaði við Gylfa Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóra vegna komu flóttamanna frá Úkraínu. Þrír ráðherrar í ríkisstjórn Emmanuels Macron hafa verið sakaðir um kynferðisbrot. Ráðherra þróunaraðstoðar er sakaður um að hafa beitt tvo skjólstæðinga ofbeldi þegar hann starfaði sem læknir. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Laun áheyrnarfulltrúa í nefndum og ráðum Akureyrarbæjar voru hundrað milljónir á síðasta kjörtímabili, það finnst Hlyni Jóhannssyni (M) bæjarfulltrúa meirihlutans of mikið. Anna Þorbjörg Jónasdóttir talaði við Hlyn og Sunnu Hlín Jóhannsdóttur, bæjarfulltrúa (B). -------- Stýrivextir voru enn hækkaðir í morgun í sjöunda sinn á rúmu ári til að reyna að hemja verðbólgu. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Jón Þór Sturluson, hagfræðing og deildarstjóra Viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík. Þórunn Wolfram, doktor í umhverfisfræðum segir að beita þurfi aðferðum móður jarðar til að hjálpa íslenskri náttúru að græða sig sjálf. Lúpínan sé komin til að vera en of mikill asi hafi einkennt sáningu hennar til að byrja með. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Þórunni um áhrif lúpínu á náttúruna.
more
Spegillinn 21. júní 2022
2022/06/21
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Margrét Júlía Ingimarsdóttir. Fara á yfir hvernig bæta má öryggi í Reynisfjöru á fundi í Vík í kvöld og ræða hvernig landeigendur og stjórnvöld geta stuðlað að því. Magnús Geir Eyjólfsson fréttamaður segir frá. Viljayfirlýsing um heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk var undirrituð í dag á Kjarvalsstöðum. Urður Örlygsdóttir tók saman, rætt við Guðmund Inga Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra og Helga Pétursson, formann Landssambands eldri borgara. Landsmenn straujuðu kortin sín erlendis í síðasta mánuði sem aldrei fyrr. Kortanotkun erlendis rúmlega tvöfaldaðist milli ára og nýtt met var sett. Brynjólfur Þór Guðmundsson sagði frá. Byrjað var að framfylgja banni við innflutningi á vörum frá Xinjiang-héraði Kína í Bandaríkjunum í dag. Bandaríkjastjórn sakar Kínverja um þjóðarmorð í héraðinu og segir fólk þar vinna nauðungarvinnu. Þórgnýr Einar Albertsson segir frá. Lúsmýið er farið að herja á landsmenn og færri þeirra útbitnu komast að hjá ofnæmislækni en vilja. Rebekka Líf Ingadóttir talaði við Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlækni á ónæmisfræðideild Landspítalans. ---------- Mikil röskun er þegar orðin á flugi í Noregi eftir að flugvirkjar hófu verkfall fyrir helgi og reiknað er með að um komandi helgi falli flug meira og minna niður nema samningar náist. Sumarfrí í Noregi hefjast almennt með Jónsmessunni og margir óttast að sitja eftir heima með verðlausa flugmiða. Gísli Kristjánsson segir frá. Það eru ekki horfur á að spilling hverfi úr stjórnmálum rómönsku Ameríku á næstu árum segir Hólmfríður Garðarsdóttir prófessor í spænsku við Háskóla Íslands þar virðist oft stutt milli greiða og múta. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hana. Undirbúningur er hafinn að því að gera dómskerfið stafrænt og vonir standa til að verkefnið verði langt komið árið 2026. Hafdís Helga Helgadóttir spurði Sigurð Tómas Magnússon stjórnarformann dómstólasýslunnar hvað það þýddi.
more
Spegillinn 20. júní 2022
2022/06/20
Spegillinn 20. júní 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Markús Hjaltason Á fjórða hundrað íbúðir fyrir efnaminni einstaklinga bætast á leigumarkað eftir nýjustu úthlutun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tæplega helmingur þeirra verður á landsbyggðinni. Framboð annar þó ekki eftirspurn. Kjósa átti nýjan íslenskan dómara við Mannréttindadómstól Evrópu í vikunni. Ekki verður af því þar sem tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Hefja þarf umsóknarferlið að nýju. Fulltrúar Finnlands, Svíþjóðar og Tyrklands hittust í dag vegna aðildarumsóknar Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu. Tyrkland hefur eitt aðildarríkja lagst gegn aðild Finnlands og Svíþjóðar og sagt ríkin skjóta skjólshúsi yfir hryðjuverkamenn. Ný lög frá Alþingi eiga eftir að hjálpa þolendum ofbeldis í sambandi að komast út úr hjónabandi, segir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Þó megi velta því upp hvort ganga hefði átt lengra í löggjöfinni. Hópur starfandi kennara um allt land hefur sent áskorun til sveitarstjórna um að setja menntun til sjálfbærni í forgang. Hún mæti afgangi en ætti, að mati kennaranna, að vera kjarninn í skólastarfinu. Fjallað um hugsanlega tilfinningasemi gervigreindar. Lengri umfjöllun: Frá árinu 2016, þegar lög um almennar íbúðir tóku gildi hafa ríki og sveitarfélög úthlutað 30 milljörðum í gegnum stofnframlög til uppbyggingar á yfir 3.000 leiguíbúðum víðs vegar um landið. Íbúðirnar þurfa að uppfylla skilyrði um hagkvæmni og eru ætlaðar fyrir tekjulága og eignalitla. En eru framlögin nú þegar farin að hafa áhrif á stöðu tekjulágra á leigumarkaði? Sigrún Helga Kristjánsdóttir er sérfræðingur í teymi stofnframlaga hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Hafdís Helga Helgadóttir ræðir við hana og Jón Björn Hákonarson bæjarstjóra Fjarðabyggðar. "Þið hafið orðið vitni að sögulegum viðburði. Ekki aðeins í Kólumbíu, heldur líka í Suður Ameríku og heiminum öllum". Svona komst Gustavo Petro nýkjörinn forseti Kólumbíu að orði í sigurræðu sinni í gær. Sigurinn markar tímamót í stjórnmálum landsins, en aldrei áður hefur vinstri sinnaður forseti verið við völd í Kólumbíu. Petro bar naumlega sigurorð af mótframbjóðanda sínum í seinni umferð kosninganna, milljarðamæringnum Rodolfo Hernandez, eftir mjög jafna og spennandi kosningabáráttu. Kristján Sigurjónsson ræðir við Dylan Herrera, kólumbískan stjórnmálafræðing sem búsettur er á Íslandi og fylgst hefur vel með stjórnmálum í heimalandi sínu. Hann er reyndar staddur í Bógota höfuðborg Kólumbíu og varð því vitni að lokasprettinum í kosningabaráttunni og viðbrögðunum
more
Covid á Landspítala og blóðskortur á spítalanum.
2022/06/16
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Stjórn útsendingar fréttahluta: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir Alvarlegt bílslys varð á þjóðvegi 1 við Kúðafljót síðdegis. Einn var fluttur með þyrlu alvarlega slasaður á Landspítalanna í Fossvogi. Staðan er þung á Landspítalanum vegna kóvid segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar. Hann óttast að mannfagnaðir um þjóðhátíð og langa helgi verði til þess að smit breiðist út. Olof Schulz, Þýskalandskanslari heitir stuðningi við Úkraínumenn eins lengi og þörf krefur í stríðinu við Rússa. Þjóðverjar hafa verið gagnrýndir fyrir tafir á vopnasendingum. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Enginn dýralæknir, sem sinnir nautgripum, sauðfé, hrossum og svínum verður á bakvakt á suðvesturhorninu í tíu daga í sumar. Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir segir það ekki ásættanlegt. Ólöf Rún Skúladóttir talaði við hana. Undirbúningur fyrir 17. júní hátíðarhöld er í fullum gangi. Pétur Magnússon fór í Hljómskálagarðinum ásamt einum skipuleggjenda hátíðarinnar í Reykjavík. Í kvöld verður fyrsti leikurinn á nýjum tímabundnum heimavelli Knattspyrnufélags Akureyrar, KA tekur á móti Fram í Bestu deild karla. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA ----------------- Landspítali hefur tekið upp grímuskyldu á ný og hert reglur um heimsóknir, Covid-19 smitum hefur fjölgað mjög síðustu daga. Már Kristjánsson er yfirlæknir á smitsjúkdómadeild spítalans. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við hann. Aðgerðir Seðlabankans til að koma böndum á hækkanir á fasteignamarkaði beinast að fyrstu kaupendum og geta orðið til þess að ungt fók hleypir heimdraganum síðar en ella. Hvaða áhrif hefur það á unga fólkið og fjölskyldur þess. Anna Kristín ræðir við Halldór S. Guðmundsson dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Um fimmtungur landsmanna er með einhvers konar frjókornaofnæmi og hefur af því mikil óþægindi og vanlíðan á sumrin. Unnur Steina Björnsdóttir astma- og ofnæmislæknir segir miklar framfarir hafa orðið í meðferð frjóofnæmis. Ólöf Rún Skúladóttir ræddi við hana.
more
Störf þingsins, haldlagning fíkniefna og rafeldsneyti
2022/06/15
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknmaður: Markús Hjaltason. Stjórn útsendingar: Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir. Þingmenn keppast nú við afgreiðslu mála en fresta á þingstörfum í kvöld eða á morgun. Greidd voru atkvæði um fjölmörg mál í dag, þeirra umdeildast er rammaáætlun sem var samþykkt í hádeginu. Bandaríkin ætla að veita Úkraínumönnum frekari aðstoð og senda vopn að andvirði um 130 milljarða króna. Joe Biden forseti greindi frá nýjum aðstoðarpakka síðdegis. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri segir að verðtryggð lán, eins og þau eru sett upp hér á landi, geti skapað forsendur fyrir áhættusækni. Anna Lilja Þórisdóttir tók saman. Bensínlítrinn fór yfir 350 krónur í gær. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu mánuðina, ekki síst vegna innrásar Rússa í Úkraínu og hækkana á heimsmarkaði. Urður Örlygsdóttir sagði frá og talaði við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóra FÍB sem vill að stjórnvöld lækki álögur á eldsneyti. Eftir hlýtt vor og hagstæð skilyrði í hafinu við Ísland eru útgerðarmenn vongóðir um betri makrílveiði í íslenskri lögsögu en undanfarin ár. Ágúst Ólafsson talaði við Sindra Viðarson sviðsstjóra hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjujm. Það verður hvergi rjómablíða á þjóðhátíðardaginn 17. júní að sögn Birgis Arnar Höskuldssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir tók saman. ------------- Störfum þingsins fer að ljúka þetta vorið og þingmenn keppast við segir Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttamaður. Umdeildasta málið sem lauk í dag var fyrsta rammaáætlun í meira en níu ár. Brot úr atkvæðaskýringum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur (C), Andrésar Inga Jónssonar (P), Guðmundar Inga Guðbrandssonar (V) og Vilhjálms Árnasonar (D). Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði telur að haldlagning lögreglu á miklu magni fíkniefna hafi óveruleg áhrif á fíkniefnamarkaðinn. Hafdís Helga Helgadóttir talaði við Helga og Svölu Jóhannesdóttur, sérfræðing í skaðaminnkun hjá Matthildi-samtökum um skaðaminnkun. Tækniþekking og aðstaða er til að framleiða um fjögur þúsund tonn af rafeldsneyti á ári í tíu ára gamalli verksmiðju Carbon Recycling International við Svartsengi á Reykjanesskaga. Eftirspurn á innanlandsmarkaði var undir væntingum en fyriritækið hefur sótt fram í útlöndum. Kristján Sigurjónsson talaði við Ómar Frey Sigurbjörnsson, sölu- og markaðsstjóra hjá Carbon Recycling International.
more
14.06.2022
2022/06/14
Spegillinn 14. júní 2022 Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir. Tæknimaður: Jón Þór Helgason. Neytendasamtökin telja tillögur Spretthóps ekki ganga nógu langt. Sigurður Kaiser talaði við Breka Karlsson. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir apabólufaraldurinn áhyggjuefni. Stofnunin ákveður í næstu viku hvort alþjóðlegu neyðarástandi verði lýst yfir vegna hans. Þórgnýr Einar Albertsson sagði frá. Stefnt er að því að flytja um 20 milljónir tonna af korni frá Úkraínu á heimsmarkað. Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin hafa náð samkomulagi við Evrópuríki um byggingu geymsluturna fyrir kornið. Formaður Félags pípulagningameistara, segir mjög slæmt að nemendur um og yfir tvítugt komist ekki í iðnnám. Lengri umfjöllun: Fæðuöryggið er brothætt segir formaður hóps sem gert hefur tillögur um hvernig eigi að mæta alvarlegri stöðu í landbúnaði. Styðja á landbúnaðinn um tvo og hálfan milljarð króna nú en rekstrarkostnaðurinn hefur hækkað um hátt í níu milljarða í ár. Anna Kristín Jónsdóttir talaði við Steingrím J. Sigfússon. Tugmilljarða rafeldsneytisverksmiðja er í undirbúningi í Svíþjóð, sem gæti svarað næstum þriðjungi af eldsneytisþörf SAS. Vonast er til að rafeldsneyti reynist bjargráð sænska flugfélaga sem þurfa að ná kolefnishlutleysi á næstu átta árum. Kári Gylfason tók saman.
more
Spegillinn 13. júní 2022
2022/06/13
Spegillinn 13. júní 2022 Umsjón: Kristján Sigurjónsson Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon Hætt er við að verðbólga aukist enn frekar ef þeir sem ákveða verð, kaup og kjör gera ráð fyrir mikilli verðbólgu í ákvörðunum sínum, segir varaseðlabankastjóri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir Bretlandsstjórn setja slæmt fordæmi með því að senda hælisleitendur til Rúanda. Innlögnum vegna Covid hefur fjölgað á Landsspítalanum að undanförnu, Allt að hundrað og fimmtíu covidsýkingar hafa greinst daglega Endurhæfing Guðmundar Felix Grétarssonar, sem fékk græddar á sig hendur og axlir í fyrra, gengur framar vonum. Aðgerðin var efni fyrirlestrar á norrænu lýtalæknaþingi. Sóttvarnalæknir segir að jafnvel megi flokka apabólu sem kynsjúkdóm. Þrjú tilfelli hafa verið staðfest hér á landi. Íbúum nokkurra bæja í norðurhluta Úkraínu var gert að yfirgefa heimili sín í dag eftir að Rússar skutu eldflaugum á bæinn Pryluky, um 150 kílómetra austur af Kænugarði. Lengri umfjöllun: Banaslys varð í Reynisfjöru á föstudaginn; erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést og kona hans var hætt komin. Daginn eftir birtust myndir af ferðamönnum sem misstu fótanna í öldurótinu en tókst blessunarlega að komast upp í fjöruna. Fimm banaslys hafa orðið í Reynisfjöru undanfarin sjö ár. Fyrir þremur árum átti að gera áhættumat fyrir fjöruna, það er ekki komið enn og sveitarstjóra Mýrdalshrepps og fleiri farið að lengja eftir því. Friðrik Rafnsson formaður Leiðsagnar félags leiðsögumanna segir skiljanlegt að fólk sé slegið þegar fólk ferst og eðlilegt viðbragð að skella í lás - en það sé ekki einfalt. Anna Kristín Jónsdóttir talar við Friðrik. Vonir standa til að lyf sem hægir á eða stöðvar hrörnun í augnbotni komi á markað innan skamms. Á stórri alþjóðlegri augnlækningaráðstefnu sem haldin var í Hörpu í Reykjavík um helgina var greint frá þessu. Ráðstefnan er fyrir lærða og leika. Þarna komu saman augnlæknar víða að úr heiminum, sjúklingar, aðstandendur og félagasamtök sjónskertra og blindra. Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson er formaður Blindrafélagsins, en félagið vann að undirbúningi ráðstefnunnar sem um þúsund manns sóttu. Kristján Sigurjónsson ræðir Sigþór. Gengur það að svartur maður verði tengdasonur norsku konungshjónanna? Eða kemur nokkrum það við öðrum en viðkomandi manni og verðandi eiginkonu hans? En nú er Marta Lovísa, konungsdóttir í Noregi, trúlofuð andalækninum Durek Verret og yfir þau hellast ókvæðisorð, morðhótanir og fyrirlitning ? Gísli Kristjánsson í Noregi segir frá.
more
Uppsögn forstjóra Festar, hrun sauðfjárræktar og uppruni apabólu
2022/06/10
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Stjórn hluthafafélagsins Festar þröngvaði forstjóra fyrirækisins, Eggerti Þór Kristinssyni, til að segja upp eða hann yrði rekinn. Áður hafði stjórnin tilkynnt til Kauphallar að Eggert hefði sjálfur sagt upp. Ekki eru forsendur fyrir áframhaldandi sauðfjárbúskap hér á landi, nema til komi meiri stuðningur og breyting á starfsumhverfi bænda. Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi segir að grípa þurfi til aðgerða strax. Anna Lilja Þorvaldsdóttir talaði við Trausta. Manni sem sat ellefu mánuði í gæsluvarðhaldi á Ítalíu og Íslandi en fékk svo tveggja mánaða dóm fyrir peningaþvætti hafa verið dæmdar 19 milljónir í miskabætur. Brynjólfur Þór Guðmundsson tók saman. Bragi Björnsson, lögmaður mannsins segir dóm Landsréttar marka tímamót. Allar björgunarsveitir á Suðurlandi hafa verið kallaðar út vegna slyss í Reynisfjöru, en talið er að einstaklingur hafi farið í sjóinn. Vatnslaust varð á Seyðisfirði í dag þegar þrýstipípa Fjarðarárvirkjunar sprakk og reif í sundur vatnslögnina. Davíð Kristinsson, hótelstjóri á Öldunni segir þetta hafa gerst á erfiðum tíma, hótelið fullt og gisting annars staðar á Austurlandi vandfundin. Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Marek Moszczynski fyrir að hafa orðið valdur að eldsvoða á Bræðraborgarstíg í Reykjavík sumarið 2020. Innlögnum á covid-göngudeild Landspítalans hefur fjölgað undanfarna daga. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir að það sé alltaf íþyngjandi fyrir spítalann. Urður Örlygsdóttir tók framan. Niceair aflýsti í dag öllu fyrirhuguðu áætlunarflugi sínu milli Akureyrar og Bretlands í júní. Í morgun var flogið til Keflavíkur og farþegum útvegað flug þaðan til London. Mismikil ánægja var með þessa lausn. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við farþegana Heklu Rán Arnaldsdóttur, Elmar Freyr Arnaldsso og Heiðdísi Austfjörð Óladóttur. ------------- Apabóla hefur lengi fundist í Vestur- og Mið-Afríku, í að minnsta kosti hálfa öld, veiran er flókin og harðgerð segir Vilhjálmur Svansson, dýralæknir og veirufræðingur hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Anna Kristín Jónsdóttir ræddi við hann. Tæknihalli verður þegar að tölvukerfi sem þjálfuð eru á raunverulegum málgögnum fara óumbeðin að endurspegla samfélagslegan ójöfnuð á borð við kynja- og kynþáttahalla óháð ásetningi þeirra sem búa kerfin til. Doktorsnemarnir Dagbjört Guðmundsdóttir og Lilja Börk Stefánsdóttir, ásamt Agnesi Sólmundsdóttur BA-nema og Antoni Karli Ing
more
Viðamiklar fíkniefnarannsóknir, Þroskahjálp um vistheimili og apabóla
2022/06/09
Umsjón: Anna Kristín Jónsdóttir. Tæknimaður: Magnús Þorsteinn Magnússon. Lögregla rannsakar tvö af stærstu fíkniefnamálum sem upp hafa komið hér á landi. Grunur leikur mörg hundruð milljóna peningaþvætti og sakborningar skipta tugum. Bjarni Pétur Jónsson tók saman. Rætt við Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjón og Huldu Elsu Björgvinsdóttur, sviðsstjóra ákærusviðs. Bandarískt fyrirtæki hyggst byggja upp starfsemi á Akranesi og Grundartanga til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Því getur fylgt mikil atvinnuuppbygging og breytingar á Akranesi segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi. Nokkrar vikur tekur að þjálfa úkraínska hermenn áður þeir geta beitt bandarískum eldflaugakerfum sem draga helmingi lengra en þau sem úkraínski herinn á fyrir. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman. Viðskipti með hlutabréf í Ölgerð Egils Skallagrímssonar fara rólega af stað, eftir að fyrirtækið var skráð á aðalmarkað í Kauphöllinni í morgun. Verð hlutarins hefur sveiflast eilítið í kringum opnunarverðið, sem var um 10 krónur á hlut. Sigurður Kaiser tók saman og ræddi við Andra Þór Guðmundsson, forstjóra Ölgerðarinnar. Sérstakur Úkraínudagur var haldinn í Grenivíkurskóla í síðustu viku. Þar söfnuðust rúmar 400 þúsund krónur sem renna til neyðarsöfnunar Rauða krossins vegna stríðsins í Úkraínu. Amanda Guðrún Bjarnadóttir ræddi við Þorgeir Rúnar Finnsson skólastjóra Grenivíkursskóla. Færa á til og fresta á næsta ári opinberum verkefnum, sem nema um 9 milljörðum króna .Samkomulag virðist í höfn milli flokkanna á þingi en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra ákvað að fresta frumvarpi sínu um útlendinga til haustsins til að liðka fyrir samningum um þingfrestun. ---------- Sóttvarnalæknir býst við að fleiri greinist með apabólu á næstu vikum. Tveir hafa þegar greinst og verða í einangrun næstu vikur, apabóla er ekki bráðsmitandi en smitast helst við nána og langvarandi snertingu. Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir ræddi við Þórólf Guðnason, sóttvarnalækni. Fólk með þroskahömlun á oft erfitt með að tala sínu máli og gerir sér jafnvel ekki alltaf grein fyrir því að þeir séu beittir ofbeldi eða vanvirðingu segir Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar. Engin ástæða sé til að ætla að sögur af illri meðferð á stofnunum séu bara úr fortíðinni. Hafdís Helga Helgadóttir ræddi við Árna. Allt skal upp á borðið, segir Múte B. Egede formaður Landsstjórnar Grænlands, eftir að hafa skrifað undir yfirlýsingu með Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana í Þórshöfn í Færeyjum. Koma á fót nefnd til að skoða samband Grænlands
more
Eftirlit með vistheimilum, krísa í orkubúskap og baktal bæjarfulltrúa
2022/06/08
Eftirlit ríkis og sveitarfélaga með vistheimilum hefur lengi verið lítið eða ekkert, segir í nýrri skýrslu. Vísbendingar eru um að hópur fólks með fötlun eða geðræn vandamál hafi sætt illri meðferð á árum áður. Sunna Karen Sigurþórsdóttir tók saman. Úkraínska varnarmálaráðuneytið telur ljóst að Rússar ætli sér að ná borginni Severodonetsk með öllum tiltækum ráðum, sama hver fórnarkostnaðurinn verður. Þórgnýr Einar Albertsson tók saman. Illa gengur að fá rafvirkja til starfa. Formaður félags löggiltra rafvirkja segir getuleysi stjórnmálamanna um að kenna. Það bitni á stéttinni að þeir sem vilji læra fagið komist ekki í nám. Arnar Björnsson tók saman. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð vill leggja Fiskeldissjóð niður. Fjarðabyggð fékk ekkert úr sjóðnum í ár þrátt fyrir tvær umsóknir. Rúnar Snær Reynisson tók saman. ----------------------------------------- Innviðakrísa ríkir í orkubúskap Evrópuþjóða vegna stríðsins í Úkraínu og refsiaðgerða þeirra gegn Rússum segir Orkumálastjóri. Staða Íslands er mun betri en flestra Evrópuþjóða vegna innlendra orkugjafa. Kristján Sigurjónsson talaði við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á akureyri segir starfið hafa tekið mikið á hana. Bæjarfulltrúar megi oft þola baktal, niðurlægingu og ósannindi. Óðinn Svan Óðinsson talaði við Hildu Jönu Gísladóttur. Sænska skólakerfið er víti til varnaðar, segir forsætisráðherra landsins, sem vill banna arðgreiðslur úr fyrirtækjum sem reka einkaskóla. Fjögur stærstu skóla-fyrirtækin högnuðust um jafnvirði sjötíu milljarða í fyrra. Kári Gylfason talar frá Gautaborg.
more

Podcast reviews

Read Spegillinn podcast reviews


4.8 out of 5
5 reviews

Podcast sponsorship advertising

Start advertising on Spegillinn & sponsor relevant audience podcasts


What do you want to promote?

Ad Format

Campaign Budget

Business Details